Framtíðarmyndir Sjálfbær plastnotkun – Niðurhal
Velkomin í sjálfbæra plastnotkun framtíðarinnar. Við höfum komið á sjálfbærum viðskiptalíkönum í lykilgeirum, og við höfum öll tekið upp nýtt neyslumynstur og nýjan lífstíl. Í þessari óskaframtíð, sérðu hvernig okkur tókst að draga úr plastnotkun, auka endurnýtingu, gera endingarbetri vörur, og hámarka nýtnina.
Verkefnið með myndum framtíðarinnar er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni. Efnið er öllum að kostnaðarlausu, en vinsamlega tilgreinið uppruna og teiknara.
ATHUGIÐ! Ekki má nota myndböndin í kostuðum færslum eða auglýsingum. Ef þú þarft að nota myndböndin í kostuðum færslum eða auglýsingum skaltu fyrst hafa samband við innlenda plastsamhæfingu hjá sænsku umhverfisverndarstofnuninni.
Efnið er framleitt af sænsku Naturvårdsverket og Make Your Mark.
Kvikmynd
Framtíðarmyndir_Sjálfbær_plastnotkun.mp4
Framtíðarmyndir_Sjálfbær_plastnotkun-Byggingarsvæðið.mp4
Framtíðarmyndir_Sjálfbær_plastnotkun-Framleiðsluiðnaður.mp4
Framtíðarmyndir_Sjálfbær_plastnotkun-Heilsugæslan.mp4
Framtíðarmyndir_Sjálfbær_plastnotkun-Sveitarfélaginu.mp4
Framtíðarmyndir_Sjálfbær_plastnotkun-Verslun_veitingar .mp4
Myndskreytingar
Texti
Velkomin í sjálfbæra plastnotkun framtíðarinnar. Við höfum komið á sjálfbærum viðskiptalíkönum í lykilgeirum, og við höfum öll tekið upp nýtt neyslumynstur og nýjan lífstíl. Í þessari óskaframtíð, sérðu hvernig okkur tókst að draga úr plastnotkun, auka endurnýtingu, gera endingarbetri vörur, og hámarka nýtnina.
Þú munt taka eftir því að fyrir hvert og eitt okkar er breytingin tiltölulega lítil, en að áhrifin af sjálfbærri plastnotkun eru mikil.
Sveitarfélaginu
Við hjá sveitarfélaginu erum góð í að draga úr plastnotkun hjá okkur. Á bæjarhátíðinni tökum við skreytingar og borðbúnað saman og endurnýtum ár eftir ár.
Á torginu er boðið upp á mat sem gerður er á staðnum úr staðbundnu hráefni, og diskunum er safnað í diskarekkann. Það er liðin tíð að ruslatunnur séu yfirfullar eftir hátíðina.
Við settum upp leikvistsvæði á grasi grónum hól. Leiksvæði sem náttúran hefur mótað. Við gerum ekki leiksvæði með tilbúnu undirlagi sem dreifir plastögnum, og leiktækjum sem hefta ímyndunarafl barnanna.
Leikvistsvæði eru líka góð fyrir líffjölbreytni.
Verslun & veitingar
Í hádeginu koma viðskiptavinir með matarílát á veitingastaðinn. Þá geta þeir fengið það magn sem þeir vilja, sem dregur úr matarsóun og þar með meðhöndlun sorps. Í áfyllingarbúð má kaupa áfyllingar, eða versla eftir vigt.
Aðrar vörur eru í umhverfisvænum umbúðum. Endurnýtingargangurinn er með viðskiptalíkan sem gengur út á að leigja, lána, skipta og deila. Við sem hér vinnum getum gert við næstum allt, sem er gott, því hingað kemur dót sem fer í endurvinnsluna til endurnýtingar. Margar vörur innihalda mikið plast.
Þess vegna er gott að gefa þeim réttan líftíma og hámarka nýtingu þeirra.
Framleiðsluiðnaður
Það sem ekki er hægt að endurnýta er sent frá endurvinnslunni í framleiðsluiðnaðinn. Þar er beitt nýrri tækni og framleiðsluaðferðum sem tryggja að efnið er endurunnið sem nýjar hágæðavörur.
Við framleiðum eftir pöntun, réttar vörur í réttu magni, til að forðast sóun og offramleiðslu. Það dregur líka úr flutningum og þar með plastmengun úr dekkjum.
Með ábyrgri framleiðslu eflum við mótstöðuafl og seiglu samfélagsins, drögum úr plastnotkun og aukum endurvinnslu.
Byggingarsvæðið
Í byggingageiranum eru framleiðslukeðjur sem byggjast á endurnýtingu og endurvinnslu hráefna. Ef þarf að rífa hús, vitum við hvar hægt er að endurnýta efnið. Byggingareiningar
frá framleiðsluiðnaðinum eru sniðnar að þörfinni til að forðast sóun.
Þung byggingarefni eru flutt á byggingastað með lestum. Léttari hluta má flytja með rafbíl eða hjóli. Minni fyrirtæki geta leigt vinnuvélar sem þau þurfa að nota i einstaka tilfellum.
Flokkunarstöðvar eru í nágrenninu. Rykögnum sem verða til við vinnu á staðnum er safnað í lokuðu umhverfi. Við takmörkum málningu, en þegar við málum notum við málningu sem ekki inniheldur plast og hættuleg efnasambönd.
Heilsugæslan
Eitt framfaraskrefið var að taka skref aftur á bak. Það merkir að leggja af notkun einnota plastvara án þess að gefa afslátt af hreinlæti og öryggi. Allt hitt er orðið að uppfærðri útgáfu þess sem það var.
Við notum alvöru gler og postulín í matsalnum. Lækningatæki og hlífðarfatnaður eru sótthreinsuð, þvegin og endurnýtt. Enn er þörf á miklu magni plasthanska á sjúkrahúsinu. Það er erfitt að losna við þá. Þess vegna var skilavélin þróuð. Þar er notuðum hönskum hent og þeir endurunnir sem nýir hanskar, allt innan sjúkrahússins.